Friday, August 26, 2005

Ég straujaði

einhver ósköp í gærkvöldi. Mér leiðist að strauja en þar sem ég geng mest megnis í skyrtum og toppum þá neyðist ég til þess. Hef reyndar stundum kafað í órhreina tauið heldur en leggja strauingar á mig. En alla vega. Ég gær horfði ég á Seinfeld og Frends á meðan ég straujaði og það virkaði ágætlega. Þarf að muna eftir því þegar straukvíðinn ógurlegi leggst á mig eins og mara að þessir tveir þættir eru ágætir við straubrettið.

Thursday, August 25, 2005

Við erum að

fara norður á Akureyri á morgun í brúðkaup. Á laugardag ganga í hjónaband í Akureyrarkirkju
Jóhann Tómas Sigurðsson og Jóhanna Jakobsdóttir - bæði alin upp á Akureyri. Jóhann Tómas er frændi minn - pabbi hans Sigurður Jóhannsson og ég erum systkynabörn. Mamma Jóhanns er Björg Bjarnadóttir sálfræðingur og draumakona á Akureyri. Jóa umgengst ég talsvert þegar hann var smábarn en svo flutti hann ásamt mömmu sinni og Birtu systur sinni til Akureyrar og þá rofnaði sambandið. Jói kom síðan til Reykjavíkur til náms og kom þá í Dómkórinn dásamlega.
Jói og Jóhanna hafa búið í Kanada undan farin ár, hann er að vinna hjá Google og hún heimavinnandi með eins árs snáða Jakob Ragnar. Ég hlakka til fararinnar - brúðkaup eru dásamleg. Við Gulli ætlum að vera í bústað í Kjarnaskógi ásamt Hannesi bróður mínum og Sigrúnu hans konu. Í næsta bústað verða síðan Wincie, Kristófer hennar sonur og María Heba tengadóttir og svo litla yndið Ari Dignus. Ég verð að segja og hef ekki samviskubit yfir að ég hlakka til að fara án dætra minna - það er nauðsynlegt að vera barnlaus stundum. Þetta verður heitur pottur, hvítvín, ostar, brúðkaup, matur, dans og dúndur stuð. Jibbý!!!!

Helvítis sórinn

er komin aftur og helvíti öflugur. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju hann blossar upp núna - mér líður vel, er ný komin úr 5 vikna fríi og allt í góðu standi. Náði í húðlækninn minn áðan og núna byrja ég í 5 - 6 vikna ljósa þerapíu á húð og kyn. Þetta er það leiðinlegasta sem ég gera í lífinu. Ljósin eru svo sterk að það má aðeins vera 15 sek í fyrsta skipti og svo smá auka tímann. En alltaf tekur jafn langan tíma að fara úr vinnu, ber hátta sig, bera á sig krem, og allt til að standa svo 15 sek í ljósum. Hæst kemst ég í svona tæpar 3 mín með mína ljósu húð - þá fer ég að brenna. Þetta er 3ja sóra kastið síðan 1997 þegar ég, 39 ár gömul varð á örfáum vikum eins og skrímsli. Það var varla á mér auður blettur, ég gat ekki meðhöndlað mat á þess að vera með hanska, þurfti að láta búa um fæturnar á mér vegna sára og svaf með þykkt slím í hárinu, með plastpoka á fótum og hanska á höndum - einkar sexý! Eftir árið var ég orðin bletta laus og næsta kast kom haustið 2002. Það var öllu vægara og tók svona hálft ár að fá mig góða. Nú bið ég og vona að þetta verði þolanlegt. Nú taka kvöldsturtur við, ótal krem, og svo er eins og maður hafi hamskipti. Og ég er tvisvar búin að klóra mér til blóðs. En ég er að reyna að komast í fyrsta ljósa tímann í dag.......

Monday, August 22, 2005

Einkennilega að verki staðið

Ég bý svo til inn á lóð Vogaskóla og hef gott útsýni yfir hvað þar fer fram. Nú er búið að rífa yngsta hluta skólans svo hægt sé að byggja við skólann sem er fyrir löngu er búin að sprengja allt húsæði utan af sér. En afhverju að rífa nýjasta hlutann? Jú hann var alltaf til vandræða - stofur litlar og borulegar og byggingin hræðilega ljót. Nú á að byggja almennilega við með bílastæðishúsi neðajarðar og góðu eldhúsi o.s.frv. Skólastarfið í ár verður því með sérkennlegu móti, yngstu börnin verða út í Sólheimum í húsnæði sem þar er búið að gera upp. Fyrir tveim árum voru sett útihús alveg við stofugluggann hjá okkur. Þessi hús litu ágætlega út og voru máluð í sama lit og skólinn og hafa ekki truflað okkur nokkuð skapaðn hlut. Húsin voru flutt rétt fyrir skólasetningu það árið og það þýddi að unnið var öll kvöld og helgar til að ganga frá þeim áður en skóli var settur. Síðan kom í ljós að kostnaðurinn við þennan frágang var svo mikill með alla þessa smiði í helgarvinnu að ekki var hægt að kaupa fleiri leiktæki á skólalóðina.
En hvað gerist í ár? Nú eru þeir að vinna helgar og kvöld við að breyta þessum útihúsum og mætti segja mér að launakostnaðurinn við það verði verulegur. Það hefur væntalega verið vitað frá því skóla lauk í vor hvaða breytingar yrðu gerðar á þessum húsum en ekki tekin upp hamar fyrr en hálfum mánuði áður en skóli byrjar. Einkennilega vinnubrögð það ekki satt?

Friday, August 19, 2005

Stóra krullhærða

ljónið mitt er 48 ára í dag. Þessi elska. Ætla með honum í bústaðinn sem er loks komin úr sumarleigunni!!!!! jibbýjibbý. Mikið verður það gott og notalegt og svei mér þá ef við verðum ekki bara fjögur. Ætla að grilla góðan fisk í kvöld, Buffalo Chicken wings á morgun (sem ég hef ekki bragðað í mörg mörg ár en borðaði oft á námsárum mínum í USA) opna freyðivínsflösku í pottinum og fara jafnvel á Hafið bláa í kaffi á morgun. Mikið væri gott að fá sæmilegt veður - það rigndi hressilega síðast þegar við vorum á Hesti. En ég ætla að míga í öll horn og gera húsið aftur að mínu: með mínu drasli, mínu kryddi í hillum og mínum druslugangi - og engin stórhreingerning þegar farið er heim.........

Thursday, August 18, 2005

Skólarnir að byrja

Fór með dætrunum í innkaupaleiðangur í gær og keyptum við ógrynni að plastmöppum, stíla- og reiknisbókum og ýmislegt fleira sem þarf til að hefja skólaárið. Reikningurinn hljóðaði upp á heilar 16000 krónur - en inn í því er sólataska fyrir þá eldri og íslensk-dönsk/dönsk-íslensk vasaorðabók. Þetta er þriðja skólatösku Önnu sem er að fara í 7. bekk því reglan á heimilinu er að hverja tösku skal nota í þrjú skóla ár. Ágætis regla og þær eru alveg komnar á band okkar foreldra að betra sé að eyða peningum í eitthvað skemmtilegt heldur en að kaupa skólatöskur á hverju hausti þó svo að hinar séu í góðu lagi. Við höfum líka oft fengið góðar töskur á útsölum í "kaupfélaginu" Selfossi. Það hefur í gegnum árin farið sjúklega í taugarnar á mér þegar á að telja foreldrum trú um að börn sem séu að hefja skólagöngu þurfi töskur sem kosti 7 - 9 þúsund. Barn sem er að hefja skólagöngu er í mest lagi með þunna möppu, litla lestarbók og pennaveski í tösku sinni og svo ganga börn ekki í skóla lengur - þau eru keyrð.
Anna var alveg viss um að hún vildi svarta tösku, sagði að þegar töskur allra bekkjarfélaganna væru saman í hrúgu væri hún með þá einu sem væri blá. En sjá! hún valdi sér rauða tösku af því að henni fannst hún fallegri. Þetta var ég ánægð með. Ég hlakka til þegar skólinn byrjar og lífið fer í fastar skorður. Ég man hvenær við foreldrarnir sofnuðum síðast á eftir dætrunum - þær eru eitthvað að gaufa í tölvunni, horfa á DVD og spjalla langt fram eftir nóttu. Svo er iðulega einhver sem gistir hjá þeim. Við höfum nóg pláss og það er bara ganman að hafa næturgesti. Svo eru þær líka sofandi hist og her. Ég er aftur á móti búin þegar klukkan fer að halla í tólf, enda árrisul kona í fullri vinnu.

Tuesday, August 16, 2005

Fátt er svo með öllu illt..

Ferlega leiðinlegt að heyra um endalok R-listans. Þó er þarna glæta - það lýtur út fyrir að framsókn nái ekki inn manni í kosningum og það geta ekki verið annað en góðar fréttir....

Allt fyrir fjölskylduna

Mér datt svona í hug hvort það væru til fjölskylduherbergi á Kvígjabryggju eins og t.d. á hótelum?

Friday, August 12, 2005

Elsku stelpan

mín er 10 ára í dag. Það gekk mikið á þegar ég var skorin bráðakeisar laugardagskvöldið 12. ágúst 1995. Hún var ekki hérnamegin þegar hún var tekin en læknum tókst að koma í hana lífi. Ég sá hana ekki fyrr en hún var orðin 15 tíma gömul og þá var hún tengd allskonar tækjum og lá á vökudeild, fyrir utan að Gulli kom yfir á gjörgæslu til mín með poloroíd mynd af henni. Afskaplega löng og horuð og horfði í myndavélina stórum augum. Læknunum frábæru á vökudeildinni tókst að koma henni til lífs og ekki hlaut hún skaða af. Nú er hún frábær, frísk stelpa sem spilar á saxafón, æfir karate, er einstakelga geðgóð og bóngóð. Hún elskar stærðfræði og telur sig þekkja Reykjavík það vel að hún geti hjólað vítt og breytt um bæinn. Hún á að baki stórt hlutverk í kvikmynd og er frekar utanvið sig og ómótsæðileg á alla kanta og máta með gleraugu og liðað hár. Bryndsí Sæunn Sigríður heitir hún hvorki meira né minna; Bryndís eftir langömmu sinni í föðurætt, Sæunn eftir langa lang ömmu sinni í móðurætt og lang ömmu sinni einnig í móður ætt og Sigríður eftir lang ömmu sinni í föðurætt.
Við vorum búin að splæsa ömmunum á eldri stelpuna og datt eiginlega ekki í hug að við yrðum svo blessuð að fá annað barn. Er ekki lífið gott?

Thursday, August 11, 2005

Lea & Perrins

heitir hin eina og sanna worcestershire sósa, enda verið framleidd lengur en elstu menn muna. Nú bregður svo við að þessi sósa er ófáanleg hér á landi. Hún hefur lengi verið illfáanleg og var aðeins til í Nóatúni og svo var Europrise komin með hana líka, en nú fæst hún ekki. Ég ætlaði að panta hana í gær og var búin að setja 5 flöskur í innkaupakörfuna hjá einhverji breskri matarkeðju. Sósan sjálf átti að kosta 11pund alls, en sendingarkostnaðurinn var heil 32 pund. Svo nú bíð ég eftir að hitta á einhvern sem er að fara til Stóra-Bretlands.....eða veit einhver hvar ég fæ Lea & Perrins?

Wednesday, August 10, 2005

Reiði, ógleði, pirringur, líkamleg þjáning

Er það ekki einkennilegar andskoti að fólk sem maður fyrirlítur skoðanna sinna vegna pirrar mann svona rosalega. Það er ekki sanngjarnt að slík orka sem fer í að láta þetta fólk pirra sig skuli frá manni tekin. Mér finnst eðlilegt að pirrast yfir skoðunum fólks sem maður ber virðingu fyrir - hitt er ekki gott.
Ég var t.d. að fara í gegnum sjónvarpsrásirnar um helgina og lendi á Omega. Ja hérna - nú gátu þeir aldeilis sett upp svip þess sem hefur svo sannarlega rétt fyrir sér og hagar sér samkvæmt kenningunni! Ógðeðslegir kallar sem veltu sér uppúr Gay Pride og þvílíkur viðbjóður þetta væri! Ég verð svo reið! Eins líka þegar ég sé helvítið hann Bush! Þetta tekur frá mér allt of mikla orku og ég verð að reyna að stilla mig.....

Alveg að verða 10 ára....

mín yngri. Þann 12. ágúst. Hún er nokkuð með á hreinu hvað hana langar í og er þar efst á óskalista Quarassi bolur. Það var mikil sorg hjá minni á sunnudaginn þegar við foreldrarnir reyndum að segja henni eins varlega og hægt var að uppáhaldshljómsveitin hennar væri hætt. Við vildum gera það áður en hún læsi það sjálf í Mogganum. Henni fannst þetta hrikalega leiðinlegar fréttir og felldi nokkur tár. Ég sjálf er búin að vera í Coldplay kasti síðan nýjasti diskurinn kom út, hann er vægast sagt alveg hrikalega góður!
Svo var að koma út diskur með pabba mínum - meira um það síðar......

Búið

Fríið búið. Flökkuðum um land allt og nutum lífsins og vorum afskaplega heppin með veður. Stelpurnar búnar að vera með foreldrum sínum í einar 5 vikur og nú er komið að skilnaði. Enda er sú eldri búin að gista hjá vinkonu sinni í 3 nætur og sú stutta flúði til ömmu í gær. Við hjónin tvö í kotinu og fundum ekkert frumlegra að gera en að fara á American Style. En þetta var rosalega gott frí, við vorum t.d. á Snæfellsnesi í himneskri sól og blíðu. Eins og fram hefur komið hjá mér áður byrjuðum við á Austfjörðum, eftir tveggja daga stopp heima var haldið til Akureyrar og vorum þar á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti í 3 nætur, síðan gistum við hjá vinafólki í Hrútafirði í eina nótt, svo voru það Vestfirðir í 3 nætur og enduðum á Snæfellsnesií 2 nætur. Vorum síðan síðustu vikuna í athvarfinu okkar í Grímsnesi. En vitið hvað, það er barast hið besta mál að byrja að vinna aftur, enda mörg spennandi verkefni framundan og ýmislegt sem ég þarf að kynnast hér í vinnunni sem ég hef ekki gert áður. Gulli og stelpurnar eru enn í fríi og það er dálítið erfitt að snúa aftur til íslensks tíma eftir að hafa verið á miðjarðarhafstíma megnið af sumrinu, vaknað seint, etið seint og enn seinna farið að sofa. Nú bíðum við barast spennt eftir að skólarnir byrji aftur og allt komist í ákveðnar skorður....