Tuesday, May 30, 2006

Jæja - koma svo......

Here's a Quiz for You on QuizYourFriends.com
CLICK on the link below or PASTE it into your browser.http://www.quizyourfriends.com/quizpage.php?quizname=060530041916-785696&

Fara inn á þennan link og vinstra megin á síðunni er hnappur Take this quiz - því fleiri - því skemmtilegra

Monday, May 29, 2006

Tónleikar

Fór á frábæra Mugison tónleika í gærkvöldi - aldrei heyrt hann á tónleikum áður. Þetta verður líklegast eini viðburðurinn sem ég fer á á listahátíð að þessu sinni. Ég skil ekki út af hverju ég missti af tónleikum Kammersveitarinnar þar sem þrír frábærir einleikarar spiluð dásamlega Mozart konserta. En svo er hann Nick Cave að koma í september og það eru frábær tíðindi - mikið, mikið gaman.....

Friday, May 26, 2006

Dagur að kveldi komin

Þá uppstigningadagur að kveldi komin og allt orðið hljótt- minn fyrir austan og stelpurnar komnar í rúmið. Búið að vera mikið að gera undanfarið. Ég var að vinna bæði við for og aðalkeppni júróvisjón og það var gaman eins og vanlega. Var á Akureyri mánudag - miðvikudags og keyrði á milli leikskóla bæjarins með löggunni Steina P. sem allir þekkja þarna fyrir norðan. Fræddum 5 og 6 ára börnin um umferð og hvað ber að varast. 11 gigg á þrem dögum -en alltaf ný börn. Vonbrigðin voru þó miki lmeð hvernig veðrið lét. Ég hreyfði mig ekki út úr gistiheimilinu á kvöldin heldur hlýjaði mér á tánum og lét skóna þorna á ofninum. Sem betur fer er GulaVillan skemmtilegt gistiheimili og ég keypti mér nýja Ruth Rendell bók fyrsta daginn. Ég hafði hugsað mér að heimsækja kaffihús og rölta um bæinn á kvöldin í einskonar húsmæðraorlofi en af því varð nú ekki.
Svo var tilfinningin blendin að vera að heiman - ég var með á yngri upp á slysavarðsstofu kvöldið áður en ég fór því hún úlnliðsbortnaði í fótbolta. Nú er hún með gifs frá fingrum og upp að olnboga og þarf að vera þannig næstu 4 - 5 vikurnar. Ekki skemmtileg byrjun á sumri hjá fjörugu barni sem var búin að skrá sig á fótbolta og frjálsíþróttanámskeið. En hún finnur ekkert til en er dálítið pirruð á gifsinu. Nú á ég eftir að vinna í fjórar vikur og þá tek ég hluta af sumar fríinu. Nóg að gera þangað til og ég er björt.......eins og sumarnottin.....

Monday, May 15, 2006

Að lenda í eða ekki

Það er nú hægt að lenda í ýmsu - en hvernig er hægt að lenda í því að keyra fullur?
Svar óskast

Friday, May 12, 2006

Umferðarskólinn

Nú er umferðarskóli 5 og 6 ára á fullri ferð og allir leikskólar heimsóttir. Ég hef verið að kenna í tvo daga vegna forfalla og þetta er stórfenglega gaman. Maður fer með sömu rulluna fjórum sinnum á dag en það eru alltaf ný og dásamleg börn og aldrei sömu athugasemdirnar. Og staðfest aftur og aftur að foreldrar eiga ekkert einkalíf þegar börn eru á leikskóla aldri.
T. d. hef ég heyrt um svo sterka foreldra að þau geti sko alveg talað í síman með annari hönd og stýrt með hinni - og afa sem segir að Siggi litli 5 ára megi alveg sitja í fram sæti - það sé svo stutt í sund. En þau eru ótrúlega vel að sér í umferðarreglunum og vita vel hvernig ber að haga sér svo þau séu örugg.
Börn eru yndisleg - ég vildi að ég ætti tuttugu börn og plentí of monní.

Nesti ojbara

Ég er að niðurlotum komin vegna nestis dætra minna. Nú er ég búin að smyrja síðan í september og þolinmæði mín er á þrotum. Yfirleitt er þetta það sama brauð með pizzasósu og osti sem þær setja í örgbylgjuna í skólanum (jukk) og svo held ég að það sé búið að prófa allar mjólkurafurðir sem til eru. Guði sé lof að um daginn kom ný létt AB mjólk. Eins hefur sú yngri tekið með sér núðlur í skólann. Nú fer sá tími í hönd að ég fer í bakarí og kaupi feita pizzusnúða, feitar ostaslaufur og samlokur í Bónus. En það er ekki matur í skólanum - ekki það - þær voru búnar að stræka á hann og skil ég það vel. Kjúklinga naggar, franskar, pylsur, bjúgu, í bland við kaldan fisk og slepjulegt salat....En þessu lýkur bráðum.
Svo finnst mér tónlistarskólar starfa allt of lengi. Börn eiga að vera komin í frí í byrjun maí frá sínum tómstundum og geta notið þess að leika vel og lengi á daginn. Og hana nú

Wednesday, May 10, 2006

Sorg

Á mánudag var dóttir æsku vinkonu minnar jörðuð. Tæplega þrítug kona, lífsglöð og falleg. Móðir þriggja ára stúlku. Hún greindist með krabbamein stutt eftir fæðingu dótturinnar. Ég man eftir Jóhönnu Helgu nýfæddri, ég man hana sem ungling sem gekk úr rúmi fyrir okkur hjónin, ég man hana á leikskóla dóttur minnar þar sem hún starfaði um tíma og hvað ég hló þegar barnið mitt fór allt í einu að tala syngjandi norðlensku því Jóhann Helga ólst að miklu leit upp á Akureyri. Og ég man stolta móður með lítið barn í vagni. Þessi unga kona þekkti sorgina því hún missti þrjú systkin sín í snjóflóðinu í Súðavík. Systir hennar hefur nú horft á eftir fjórum systkinum sínum. Þetta er ekki sanngjarnt.
Svo fór ég í jarðarför frænku minnar sem var komin yfir áttrætt og hafði verið heilsulaus í mörg ár. Í erfinu mátti sjá söknuð og sorg. Ekki sorg yfir að Sæja fengi langþráða hvíld heldur sorg yfir að geta ekki notið samvista lengur við mikla ágætiskonu.
Ég ók upp á Akranes í jarðarförina með móður mína og tvo mága hennar. Þeir eru ekklar eftir móðursystur mínar sem báðar dóu úr krabbameini langt um aldur fram.

Friday, May 05, 2006

Leikhús

Fór í leikhús á þriðjudag - allur vinnustaðurinn og áhangendur. Það var þrusu gaman og dásamleg vitleysa - Fullkomið brúðkaup. Mikið er nú gott að láta skemmt sér svona án þess að hafa nokkuð fyrir því. Leikararnir fínir og ekkert þeirra hafði ég áður séð í atvinnuleikhúsi en einhverja hjá Nemendaleikhúsinu. Ég held að ég hafa aldrei farið á farsa áður - þetta er list, að vera með þessar flottu tæmingar og rekast misfast á hurðir eða fljúga gegnum dyr. Það var vel hlegið í leikhúsinu. Síðast þegar ég fór í leikhús sá ég Manntafl með Þór Tulinius. Það var gjörólík sýning. Fín og vel gerð eftir frábærri sögu sem ég hef lesið svona 100 sinnum. Ég var með algjöra delllu fyrir þessari sögu - las líka sögu sem heitir Bréf í stað rósa svona milljón sinnum og Tunglið og tíeyringur eftir Maugham mjög oft. En hætti því svo svona um 25 ára aldurinn.
Eina sýningu sá ég fyrir svona 15 - 16 árum hjá Þíbylju - Dalur hinna blindu - gaman væri að sjá þá sýningu aftur...

Wednesday, May 03, 2006

Þetta er sko alveg örugglega ég!!!!!!!!!

Kinky Ravishing Individual Skillfully Trained for Naughty, Breathtaking Joy and Rapturous Gratification

Tuesday, May 02, 2006

Meiri plebbagangur

Þar sem ég er enn rosalega ánægð og glöð með að vera íbúi í miðbæ Reykjavíkur þá ætla ég að halda áfram með plebbaganginn í bloggi mínu. Nú ætla ég að skrifa um þá listamenn sem búa í nágrenni við mig, því eins og þið vitið þá þrífast lista- og menningarfrömuðir best í miðbænum. Jæja - í Karfavoginum rétt handan við hornið hjá mér býr tónlistarmaðurinn knái KK - hann býr við hliðina á húsinu sem Frikki Þór ólst upp í. Nokkrum húsum frá KK, í sömu götu, býr Halldór Gylfason leikari og á milli Halldórs og Thors Vilhjálmssonar rithöfundar er aðeins eitt hús (þar býr reyndar Bryndís vinkona mín). Í Skeiðarvoginum búa síðan snilldarhjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Í Barðavoginum býr listmálarinn Kristján Davíðsson. Annar Kristján - stórskáldið Kristján Karlsson er síðan í Sólheimablokkunum. Þar örstutt frá er bjargvættur þjóðarinnar Andri Snær Magnason.Við hliðina á mér eru tónlistarhjónin Elfa Lilja og Einar. Í fyrsta húsinu í raðhúsalengjunni minni býr Finna Birna Steinsson myndlistarmaður. Þetta eru allt saman miklar vitsmunaverur og búseta þeirra á eflaust ríkan þátt í hversu adríkir þeir eru.
Ég man ekki eftir fleirum í bili en það kemur eflaust.
Á morgun ætla ég síðan að telja upp nokkra þá staði sem ég get heimsótt án þess að taka strætó. Það gæti reyndar orðið dálítið vandræðaleg upptalning........

Svona er ég.....

Your Inner Child Is Surprised
You see many things through the eyes of a child.Meaning, you're rarely cynical or jaded.You cherish all of the details in life.Easily fascinated, you enjoy experiencing new things.
How Is Your Inner Child?