Tuesday, February 28, 2006

Vinstri höndin veit hvað sú hægri gjörir

Ég hef þjáðst undanfarið af verulegum verkjum frá bringu, aftur í bak og niður í hægri handlegg. Þegar kvalirnar urðu óbærilegar fór ég og hitt lækni - hann greindi þetta sem rosaleg vöðvabólgu og skrifaði upp á Voltaren Rapid og tilvísun á sjúkraþjálfara. Ég hef ekki getað notað hægri höndina á músina og er búin að skipta yfir á vinstir hönd. Það voru hræðilega spasktískar hreyfingar í byrjun en nú er þetta allt að koma og kemur á óvart hverstu fljót ég er að venjast þessu. Það breytti líka heilmikið þegar samstarfsmaður minn sýndi mér hvernig ég get breytt músinni þannig að ég get snúið tökkunum við og áfram notað vísifingurinn sem aðal putta og nú vinstri smelli ég með löngutöng - ég byrja í sjúkraþjálfun á morgun og hlakka ekkert sérlega til......

Monday, February 27, 2006

Dama á djammi/shining in the light

Já já - skemmtileg helgi - byrjaði á smá vinnustaðagleði - það var mikið fjör og sannaðist að "lítið er ungs manns gaman". Vel veitt í mat og drykk þar - mikið sungið og Sylvía nótt spiluð aftur og aftur og allir með. Síðan var hringt í eiginmanninn svona milli 21 og 22 - það þurfti sko að skutla dömuni í annað partý. Það var líka rosalega skemmtilegt - í litlu bláu húsi við sjóinn og þar var saman komin hin skemmtilegast/ólíkasti hópur kvenna. Skemmtilegar konur á öllum aldri - femínistar, dómkórspíur, tengdamömmur. Tónlistan var annaðhvort Áfram stelpur eða Silvía Nótt og þakið ætlaði af húsinu - og ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur.
Ekki var ég búin að fá nóg af Sylvíu því síðdegis á laugardegi kíkti ég til vinkonu minnar og kórsystur - tónmenntakennarans fallega - hún átti lagið að sjálfsögðu á blaði og við píanóundirspil hennar sungum við Til hamingju Ísland af rosalegum krafti. Það þarf varla að taka fram að dætur okkar 4 á aldrinum 9 - 12 horfðu á okkur stórum augum og hristu hausinn yfir þessum klikkuðu mömmum........

Friday, February 24, 2006

Megas

Það var skemmtilegt viðtal við Megas í morgunþættinum á rás eitt í morgun og rosalega gaman að heyra hann syngja passíusálmana. Og rétt í þessu var hann að syngja meistara stykkið um Krókódílamanninn og meyjuna og Laufey - ég verð gjörsamlega algjörlega tryllt þegar ég heyri þetta lag - mínu ráðsettu samstarfsmenn horfa á mig stórum augum þegar ég syng og tromma með af rosa fíling

Wednesday, February 22, 2006

Stóra upplestrarkeppnin

Haldiði ekki að lesblinda stúlkan mín hafi verið valin ein af fimm í sínum bekk til að halda áfram í stóru upplestrarkeppninni! Enn á eftir að skera niður - en að vera valin ein af fimm var frábært! Hún var ekki lítið stolt. Hún er góður upplesari og hefur gaman af því og er búin að æfa sig vel. Þetta hefur hún frá móður afa sínum - hann var ákaflega góður upplesari og las ófáar sögur í útvarp á sínum tíma. Hann er stoltur af sinni á skýi fyrir ofan okkur - ef hann er ekki upptekin við að sauma út eða segja sögur og fá næga athygli, eða að fá sér bjór og sígó, eða situr og tala við kött, eða .............

Tuesday, February 21, 2006

Ég og þú og þeir

Ég var náttúrulega með hinum selebbunum í loka júrópartí í miðbænum um helgina. Þarna voru allir ógsslega frægir og ógsslega töff og ég líka. Spjallaði við margan manninn og einna lengst við tvo sæta stráka, sellóleikara og pákuleikara sem komnir voru úr kjólfötunum. Svo var rosalega gaman að standa í biðröðinni í Lækjargötu og bíða eftir bíl. Þar hef ég ekki staðið síðan í maí 1999. Þetta fór allt vel fram, veðrið gott og ekkert vesen. Gaman að fylgjast með öllu þessu unga fólki - ég var örugglega amman á staðnum. En eitt var öðruvísi en í gamla daga þegar maður var úti fram á nætur og það var að allir voru étandi eitthvað. Nú er náttúrulega allt opið á skyndibitastöðum fram á nótt og það voru þarna nokkur valtir á völu fæti með mæjones út á kinn. En ósköp var þetta eitthvað fallegt ungt fólk.
Ég segi alltaf að það hafi orðið mér til lífs að staðir lokuðu á skikkanlegum tíma þegar ég var upp á mitt besta í djamminu. Ég væri örugglega alltaf til sex á morgnanna ef ég væri á djammaldrinum....

Örrferð

Vorum tæpan sólarhring í bústaðnum góða um helgina. Sólarlagið á föstudagseftirmiðdeginum var hreint dásamlegt - Hvítáin varð ekki hvít lengur heldur fagur bleik. Pottur og lamb og freyðivík. Brunch daginn eftir samanstóð af ristuðu fransbrauði með ofurlitlu mæjó, sardínum og harðsoðnum eggjum. Algjört ljúfmeti. Fórum heim milli 14:00 og 15:00 - sú yngri átti að mæta í afmæli og ég að sinna skyldustörfum. Umræðurnar í bílnum fóru um víðan völl. Sú yngri hélt langa tölu um goðin, hún er akkúrat að læra goðafræði þessa dagana. Mest ræddi hún um Hel sem hún sagði reyndar að væri hálf goð/gyðja. Sú eldri pældi aðallega í því hvort unglingar sem hefðu verið saman gætu verið vinir þegar þau hættu saman. Milli þessara umræðna var Rás 2 á í útvarpinu og ég svona hálf að reyna að hlusta á viðtal við Baggalút......Lífið fer í margar áttir......

Friday, February 17, 2006

Lífið er yndislegt - ég geri það sem ég vil

Ætli frjálshyggjufólk syngji þennan texta Ný Danskra á fundum sínum.
Þeir vilja innflutning á vægara dópi svo sem hassi og maríjúanna - það er jú hverjum í sjálfsvald sett hvað hann setur í sig - það á alls ekki að banna reykingar á opinberum stöðum og nú síðast heyrði ég rök gegn því að styrkja þá sem vilja fara til útlanda til að ættleiða börn. Einhver frjálshyggju fraukan var með þau rök að það væri verið að mismuna á grundvelli þess að margir tækju þá ákvörðun að eignast ekki börn yfir höfuð fjárhagsins vegna. Jæja - ætti ekki heldur að gera fólki það kleyft að eignast börn t.d. með því að hækka laun þeirra sem minnst hafa. Svo veit þessi ágæta kona greinilega ekki að hvert mannslíf á Íslandi er metið á 70 - 80 miljónir að meðaltali. Þetta er samkvæmt tölum frá Hagfræðistofnun Háskólans frá að ég held 1996 - væntanlega eru til nýrri tölur. Þetta er náttúrulega meðaltal - það er ekki sama arðsemi af 80 ára gamalli manneskju eins og þeirri 30 ára gamalli - en einu sinni var þessi 80 ára gamla manneskja 30 ára. Því fleiri sem við Íslendingar erum því léttari verða byrgðarnar. Mér finns því skjóta skökku við að ekki skuli vera hægt að greiða styrk vegna ættleiðingar upp á t.d. 500 þúsund þegar við vitum að þessi manneskja á eftir að skila milli 70 og 80 miljón króna í þjóðarbúið.
Svo er það með takmarka eins og hægt er aðgang að barnaklámssíðum - er það ekki að skerða frelsi samkvæmt bókum frjálshyggju fólksins. Ég spyr. Svei attann

Monday, February 13, 2006

Merkjavörudruslur

Þar kom að því - sú eldri er orðin heltekin af því hvað föt heita. Ég fæ reglulega - of reglulega - fyrirlestra um að þessi og hin bekkjarsystirin eigi buxur sem heita þetta og ........þessi á meira að segja tvær svona og einar svona....
Ég ætla ekki að lýsa hvað mér þykur þetta ömurleg umræða - að einhverjar buxur sem kosta á bilinum 12 - 18 þúsund séu það sem lífið snýst um núna. Hún hefur hingað til haft áhuga á að klæða sig fallega og er það hið besta mál, en fötin hafa aldrei þurft að heita eitthvað og engu máli skipt hvað þau kosta. Í umræðum um þetta um daginn þá upplýsti ég hana að það væri hægt að fljúga til London og aftur til baka fyrir verð einna gallabuxna - hún varð dálítið hugsi yfir því.
Ég hef ekki áhuga á að kaupa einhverjar druslubuxur á 15 þúsund fyrir barn sem ekki er orðið 13 ára. Og get ekki. Þetta er víst bara byrjunini - svo er ferming næsta ár og mér skilst að stelpur taka þessu svo alvarlega að það sé á við að planleggja konunglegt brúðkaup að plana fermingu. Svo fara þær víst naglaaðgerðir, meikupp og fleira og fleira. Nú er að vera fastur fyrir - aðallega þó að gera stelpunum grein fyrir hversu mikið hjóm þetta er.
Heilbrigð skynsemi - það er málið.......

Tuesday, February 07, 2006

Köttur/stelpa

Við hjón erum sannfærð um að kötturinn okkar Soffía heldur að hún sé þriðja stelpan á heimilinu og hagar sér samkvæmt því. Óttalega krúttlegt. Í fyrradag kom ég t.d. að henni þar sem hún sat í baðkarinu akkúrat undir sturtunni og þreif sig hátt og lágt. Tek það fram að ekki rann vatn úr sturtunni!!
Ég gær morgun fór hún síðan í skóla stelpnanna og gekk þar um ganga prúð og frjálsleg í fasi og leist best á matreiðslustofuna og stormaði þar inn. Í gærkvöldi lágum við síðan í hrúgu hjónin og sú yngir og horfðum á Survivor - kemur ekki Soffía töltandi og vill vera með.Hún var boðin velkomin og lagðist hún síðan á bakið með lappir upp í loft og lét fara vel um sig. Soffí er æðisleg kisa......

Friday, February 03, 2006

Samræður móður og dóttur í bíl

Við vorum á ferð í gærkvöldi svona upp úr átta. Úti var rigning/slydda/snjór:
10 ára: Mamma! amma sagði mér að í dag væri svona einhver dagur.....messa
Mamman: Já í dag er kyndilmessa
10 ára: Já og þá er sagt að ef sólin skín ....
Mamman: Já það er einmitt til vísa um þetta....
10 ára: Já ef sólin skín þá verði snjór....en það var engin sól í dag...
Mamman: Þetta er svona hjátrú....
10 ára: En ég trúi á hjátrú.......

Thursday, February 02, 2006

Dyscalculus

Í Morgunblaðinu á þriðjudag - bls. 30 - er viðtal/grein um dyscalculus sem er það sama og dyslexia eða lesblinda. Ég vissi alveg að reikniblinda var til en ekki hversu víðtækar afleiðingar hún hefur fyrir einstaklinginn. Í greininni kemur fram að um helmingur lesblindra á einnig við reikniblindu að stríða. Annars er ekki rétt að kalla þetta reikniblindu því þetta snýr að svo mörgum öðrum þáttum heldur en bara reikningi.
Við lestu þessarar greinar fór hreinlega um mig gæsahúð og ég fékk í magann. Þarna var nákvæmlega verið að lýsa henni Önnu Kristínu eldri dóttur minni. Það er svo margt í umhverfinu sem þeir eiga erfitt með að átta sig á, þá vantar innri klukku, eiga erfitt með að að finna áttir og staðsetja sig og peningar vefjast fyrir þeim . Ég hef tengt þessa eiginleika Önnu við lesblinduna en það er svo óskaplega mikill léttir fyrir viðkomandi að fá þessa viðurkenningu að þetta sé ekki þeim að kenna vegna leti eða heimsku.
Þetta veldur miklu óöryggi hjá þeim sem eru dyscalculus og þeir þurfa rosa mikið öryggi og að þeim sé leiðbeint vel og hvernig haga á sér t.d. inn í búð. En það er lítið hægt að gera annað en að efla það sem þeir eru sterkir í - dálítið erfitt stundum þegar maður vill bara vera venjulegur unglingur og finns maður ekki vera eins og hinir.....