Sunday, December 31, 2006

Nicole Kidman

Eldri dóttir mín er rauðhærð og með föla gegnsæja húð. Tískan segir að flott sé að vera brúnn og sællegur.Við höfum keypt brúnku klúta á andlitið og hún er ánægð með það. Áðan voru miklar umræður þar sem fram kom hjá henni að henni finnst ógeðslegt að líta á sjálfa sig í spegli þegar hún er svona föl. Ég gúglaði Nicole Kidman sem hefur sama litarhátt og hún-jú jú þetta klæðir hana vel en ekki mig, var svarið.

Fallegur og rólegur dagur

Tókum einn Laugavegs rúnt eftir að við keyptum flugelda.Miðbærinn var fullur af fólki að spóka sig í blíðviðrinu.Held að við höfum séð þrjá íslendinga. Hlustaði að hluta til á Þórdísi, Ágúst Borgþór og Salvöru á Rás tvö. Ræddu um blogg og fleira. Alveg prýðilegt.
Ég glotti þegar ég las Badabing um daginn.Þar skrifaði hann um þessa keppni að fá sem flesta til að lesa síðuna sína.Hann líkti þessu við að búa í blokk og monta sig af hversu margir snerta hjá þér hurðarhúninn.

Saturday, December 30, 2006

Flugeldar

Ég ætla að kaupa mína flugelda hjá hjálparsveitum. Við vitum aldrei hvort eða hvenær við eða einhver sem er okkur nákomin þarf á hjálp þeirra að halda. Og það er frábært að vita til þess að það er fólk þarna úti sem er tilbúið að fara hvenær sem er til leitar eða hjálpar t.d. eftir náttúruhamfarir. Nú er ég eins og auglýsing en ég meina þetta frá hjartanu. Þegar aðrir en hjálparveitir og skátar eru að selja þá er þetta svona eins og hjá stórmörkuðum og lágvöruverslunum með bækur og diska fyrir jóli. Þú færð enga þjónustu en ætlar þér að græða þegar mest er um að vera.

Og tímin líður.......

Klukkan komin fram yfir miðnætti aðfaranótt laugardags og svefninn víðs fjarri - enda bældi ég bólið fram eftir degi og dottaði yfir sjónvarpinu áðan. Guðni Már að spila rokk og ról. Manninn minn dauðþreyttur upp á lofti. Hann er að vinna eins og m.f. við að koma íþróttaannál ársins saman. Tveggja tíma prógram sem verður á dagskrá á gamlársdag. Svo fer hann í Stykkishólm á morgun í körfubolta OB.
Ég ætla að versla. Djöfull er þetta leiðinleg færsla!!!!!!!!!!
Ég fór í forgarðinn í dag til að skila og skipta. Fór í tískubúð eina til að skila arabaklút sem sú eldri fékk því hana langaði í svartan og hvítan en ekki rauðan. Sá svart/hvíti var ekki til og ég spurði hvenær ný sending kæmi. "Það verður ekki fyrr en eftir áramótin". Tek það fram að klukkan var hálf sjö föstudaginn 29. desember

Friday, December 29, 2006

Hvílík afslöppun!

Gleðileg jól elskurnar mínar - smá skýrsla
Aðfangadagur leið ljúfur og góður. Maturinn var fínn og við tókum upp gjafir í rólegheitum. Gvöð hvað hlutirnir hafa breyst síðan stelpurnar voru friðlausar og veltust um gólfið í sparikjólunum meðan fullorðna fólkið borðaði.
Jóladagur fór í að undirbúa kvöldið -hér var mikið gaman yfir hangikjöti, uppstúf og hinum ýmsu rauðvínstegundum sem gestirnir drógu upp úr pússi sínu. Fullorðna fólkið sat lengi til borðs meðan ungviðið skemmti sér við eitt og annað.
Annar dagur jóla var nákvæmlega eins og ákveðið var: við veltumst á milli sófa og rúms, horfandi á dvd, lásum, átum og rifjuðum um skemmtileg atriði dagsins áður. Tartalettur og tilheyrandi í kvöldmat og við hjónin föttuðum að dætur okkar vissu EKKI hvað tartalettur voru. Tartalettur voru ómissandi á okkar barnajólum.
Ég var í fríi á miðvikudag en fór til vinnu í gær. Ég er líka í fríi fram eftir degi í dag en þarf að skreppa í 2 - 3 tíma á eftir.
Meira síðar.
Bæ ðe vei þá er ég að brjálast á sprengjuhljóðum hér fyrir utan. Hvernig verður þetta þegar nær dregur áramótum. Sé að löggan var að renna upp að skólanum -einhverjir að sprengja þar..

Saturday, December 23, 2006

Þorláksmessa

Búið að taka af öllum rúmum. Gulli er búin að skera rauðkálið og það kraumar í fimmtán lítra pottinum. Einnig malla epli í eplaköku í potti. Búin að gera raspið í eplakökuna. Þrjár hangikjötsrúllur bíða suðu -15 mann hér í mat á jóladag. Nautalundin bíður í ísskápnum. Á eftir að gera súkkulaði músina sem er i eftirmat á morgun. Freyðivínið bíður kælingar - rauðvínið við hliðina á eldavélinni bíður eftir réttu hitastigi.
Ég á eftir að setja ótal kerti í stjaka.Pökkuðum inn í gær öllum pökkum sem fara úr húsi.
Á eftir ætlum við öll út í síðasta stúss.
Gæti lífið verið betra..........

ps. jú - ef við hefðum fengið rjúpu eða hreindýrakjöt

Friday, December 22, 2006

Laugavegurinn

Við mægður tókum rúnt á Laugaveginum í gær í hvassviðrinu milli 17:00 og 19:00. Það var nú ekkert mál - fínt skjól á Laugaveginum og bara hressandi að fá smá loft í kroppinn. Fórum einnig á Klapparstíg og upp á Skólavörðustíg - missti mig aðeins þar í barnafötunum.
Enduðum á Núðluhúsinu - nammi nammi namm.
Klukkan 22:00 fór ég síðan á tónleika Dómkórsins í kósíheitum niðrí Dómkirkju.
Ég er rosalega þreytt núna og greinilega ekki búin að ná fullum dampi eftir veikindin.

Humar og frægð

Sáuð þið humarinn í opnu Blaðsins í dag? Þar var ykkar einlæg í opnuviðtali. Nú hlýt ég að verða fræg. Og takið eftir stöflunum af laufabrauði bak við mig. Svona er ég myndarleg húsmóðir...

Thursday, December 21, 2006

Falleg hrúga

Í svefnherbergi Bryndísar í morgun - þrjár stelpur sváfu vært í jólafríi. Ein rauðhærð, ein skolhærð og ein svarthærð. Mínar fölar eftir íslenskan vetur - Veronika brún og falleg. Hún er fædd í Tælandi en var ættleidd hingað tveggja ára gömul. Foreldrar hennar eru íslensk/amerísk og halda heimili bæði á Háaleitisbraut og í Los Angeles. Hún er jafn gömul þeirri yngri og hittir stelpurnar á sumrin og um jól því þær mæðgur búa nú vestanhafs. Í gær þegar við sóttum hana þá tóku stelpurnar upp þráðinn eins og ekkert væri - ekkert mál þó þær hefðu ekki sést í fjóran og hálfan mánuð.

Wednesday, December 20, 2006

Þær gömlu passa upp á sínar

Mamma mín býr í blokk og í húsinu eru þær nokkrar ekkjurnar sem eru talsvert fullorðnar. Þær kíkja til hver með annari, fara út í búð hver fyrir aðra,skiptast á dagblöðum, eru með lykla hver að íbúð annara. Dálítið notalegt og krúttlegt - sérstaklega þegar mamma mín 80 ára bankar hjá einni enn eldri og spyr hvort hana vanti eitthvað úr búðinni.
Um daginn þá var mamma niðrí anddyri og ein vinkonan var eitthvað völt á völubeini. Mamma sá að hún var að fara að detta aftur fyrir sig og svo hún fengi ekki skell tók hún af henni fallið og saman duttu þær kyllifaltar afturá bak. Nú er mamma mín með samfallna hryggjaliði og hin eldri með ljótan marblett.

Jólagjafir

Ég hef yfirleitt ekki miklar áhyggjur af jólagjöfum. Þarf samt að kaupa slatta en veit yfirleitt nokk hvað ég ætla að kaupa.
En það fylgir böggull skammrifi - ég þarf einnig að finna út og kaupa það sem við hjón og börn fáum frá ættingjum. Bætir aðeins á vinnuna.....

Að gera eins og maður segir!!!

Var í svaaaaa umferðarteppu á Sæbrautinni í dag. Það tók mig 50 mínútur að komast það sem ég fer yfirleitt á 10 mínútum. En ég var kurteis, þolinmóð, tillitsöm, brosandi og hreint út sagt fyrirmyndar bílstjóri. Gat meira að segja látið rás tvö vita af þessari hrikalegu röð og þeir komu því í loftið.

Jólaball

Sú yngri var að undirbúa sig undir jólaball í skólanum í morgun -undirbúningurinn fólst í því að skipta um gallabuxur og bol. Ring ring "Hæ, já (fliss) já, já. Okey" Þetta var þá bekkjarsystir. Ég spurði hvort hún ætlað að koma við og vera samferða. "Nei - hún var bara að spyrja hvort ég ætlaði með maskara"

Tuesday, December 19, 2006

Bogg tregða og veikindi

Ég hef verið með blogg tregðu undanfarna daga. Veit ekki af hverju. Nú er ég lasin heima og fór ekki til vinnu í gær og í dag. Viðbjóðslegt kvef, hausverkur og almennur aumingjagangur! Ég fór til vinnu á föstudag en hefði betur sleppt því. En stundum eru hlutirnir þannig að maður hefur enga stjórn á þeim. Helgin fór að mestu í snýtingar og hnerra - þó tókst mér aðeins að stússast hér heima við á laugardeginum. Á sunnudeginum voru tvö boð - ég fór í það fyrra og kom heim með hita, en það var samt sem áður rosalega gaman. Þar hitti ég fullt af skyldfrænkum og eitthvað af frændum. Fullt af börnum sem stelpurnar höfðu gaman af að hitta. Mikil bægslagangur og brussulæti enda Árdalsfólkið þekkt fyrir flest annað en fíluskap. Og ég, Wincie og Anna Sigga stórsöngkona (hún fékk að vera með!) létum ekki okkar eftir liggja í gassagangi. Kom úr þessu boði klukkan 17:00. Matarboð hjá litlu fjölskyldunni á Tómasarhaganum klukkan 18:30. Rétt rak þar inn nefið og kyssti sjaldséðna ættingja frá Kanada og Stokkseyri. Skildi stelpurnar eftir og fór heim, enda ekki í húsum hæf.
Í gegnum allt þetta var Gulli að vinna.
Nú ætla ég að leggja mig því ég VERÐ að fara í vinnu í 1 - 2 tíma seinnipartinn. Verð rám og nefmælt á rás tvö rétt upp úr klukkan 17:00
Adiu

Saturday, December 09, 2006

Orð að sönnu

Sagt í tímaritsviðtali sem ég las um daginn:
"Engin fjölskylda er hamingjusamari en óhamingjusamasti meðlimur hennar"

Sagði kona um börn sín

"Ég dýrka börnin mín" las ég í blaðaviðtali í dag.
Ekki vildi ég vera dýrkuð og get ekki hugsað mér að dýrka nokkra lifandi manneskju. Það sem helst má líkja við dýrkun er taumlaus aðdáun á lifandi listamanni. Getur verið að hún sé að rugla þvi saman að elska börnin sín skilyrðislaust og að dýrka þau?

Helgin

Það er laugardagur og sort númer tvö að fara í ofninn. Þetta finnst mér skemmtilegt. Í gær fór ég með unglingnum í forgarð helvítis = Kringluna. Það var furðurólegt þegar við vorum þar milli 18:00 og 20:00. Keypti kjulla í Nóatúni og var sofnuð fyrir 23:00 eftir langa og stranga viku. Ég fór ekki framúr fyrr en undir hádegi. Maki og börn voru öllu brattari og vöktu lengur. Gulli fór síðan að senda út skák beint úr sjónvarpssal.
Það lítur út fyrir að við verðum tvö í kotinu í kvöld og ég er að hugsa hvort við bregðum okkar af bæ og tökum einn rúnt um bari Laugavegsins.
Fallegt veður og lífið er bara nokkuð gott.
Á morgun ætlum við að steikja laufabrauð og hafa heitt hangikjöt.

Tuesday, December 05, 2006

Fermingaraldurshúmor

Ég held að ég sé enn stödd húmorslega eins og í kringum fermingu því mér finnst færeyska enn fyndin og hlæ þegar ég sé hana skrifaða. Þegar Auðun frændi minn fermdist 1973 þá var honum gefin færeysk orðabók og við frændsystkinin - flest á svipuðum aldri - veltumst um af hlátri í veislunni yfir þessum orðaskrípum.
Annað gerðum við okkur til skemmtunar í veislunni og það var að kveikja á eldspýtu og reka svo við í logann og sjá hann magnast. Þetta fannst okkur líka sjúklega fyndið og hreint orguðum af hlátri.
Þetta hef ég ekki gert síðan þarna í veislunni og reikna með að vera vaxin upp úr þessum húmor - þó er aldrei að vita fyrst ég man svona eftir þessu. Gæti gert þetta næstu þegar ég hef bókstaflega ekkert að gera. Læt ykkur vita.

Monday, December 04, 2006

Listhátíð

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Búin að panta miða á Helga Tómasson og San Fransisco ballettinn þann 16. maí. Mamma mín býður stóru stelpunni sinni.

Og svo fara gestir að nálgast 1000 sem hafa heimsótt mig síðan ég setti teljara og poppaði upp síðuna. Endilega láti sá eittþúsundasti vita - það væri voða gaman......

Írak

Ég heyrði í fréttum klukkan 06:00 að Kofi Annan vill koma á friðarráðstefnu til að reyna að bæta ástanið í Írak og að ástandið þar sé nú verra en það var áður en Saddam var steypt af stóli. En er ekki allt í lagi - á ekki að draga Bush, Blair og fleiri talsmenn þeirra ríkja sem skrifuðu undir stuðning við árásina í Írak til saka?

Sunday, December 03, 2006

Helgi liðin

Já - komið sunnudagskvöld. Enn ein helgin og tveir látnir eftir umferðarslys. 27 á árinu. Þetta verður erfið vika.

Friday, December 01, 2006

Aðventukrans

Ég hef aldrei haft aðventu krans - jú kannski fyrir langa löngu en ekki nú í mörg ár. En nú verður breyting á - við bökuðum krans í gær. Reyndar tvo. Það var svaka gaman að flétta þá. Á eftir ætla ég að fara í Garðheima og kaupa fjólublá kerti og borða -EKKERT SVART- og skreyta lítillega þessa kransa.
Svo verða kertaljós og kósheit á heimilinu.

Saga

Var þetta ekki svona: 1894 - þá fegnum við stjórnarskrá. 1904 varð Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands. 1918 fengum við okkar eigin ríkisstjórn og var Jón Magnússon fyrsti forsætisráðherra landsins. Við áttum síðan að fá sjálfstæði 1943 - 25 árum síðar - en það dróst vegna stríðsins um eitt ár. Pabbi minn var á móti því að við yfirgæfum Dani í miðju stríðinu og greiddi atkvæði á móti því í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jón Magnússon ráðherra varð síðan bráðkvaddur þegar hann fylgdi danakonungi um landið. Jón er afabróður hans Gulla míns - bróður Sigurðar Magnússonar læknis. Sigurður og margir í hans fjölskyldu voru lagðir í einelti þegar Jónas frá Hriflu komst til valda því Jónas var svarin óvinur Jóns Magnússonar og beitt sér þannig að þeir sem honum tengdust fengu ekki vinnu og aðra fyrirgreiðslu.
Pabbi minn var mikill framsóknarmaður og mikill aðdáandi Jónasar - hann sá þó eins og margir hvað valdið fór illa í Jónas.
Amen