Tuesday, November 23, 2004

Palermo

Komin úr sól og sumri frá Sikiley - það verður að segjast að það er dáldið fríkað að sitja í 18 stiga hita við miðjarðarhafið og drekka rósavín og lenda svo hér 12 tímum seinna í þvílíku leiðinda skíta drullu veðri. Talandi um rósavín - þetta var svona Lancer vín í brúnum kútum, fékkst einu sinni hér og þótti upplagt að nota kútanna sem kertjastjaka að drykkju lokinni - afbraðgsvín, en hefur ekki fengist hér í mörg herrans ár - kannski maður fái sér umboð því Mattheus er ekki drekkandi.
En allavega - Palermo er frábær - þröng, öngþveitisleg, fallegar og ljótar byggingar, hjálpsamir ítalir, gott pasta, grappa, Teatro Massimo, fullt af þvotti á snúrum, heiður himinn, allri í sátt og samlyndi í umferðinni þrátt fyrir að þarna ægði öllu saman, gangandi, vespum og bílum þá var eins og óskrifuðu reglurnar væru í hávegum hafðar. Ég naut félagsskarpar mannsins míns og starfsfélaga og skemmti mér vel.
Gaman að fara í leiguflugi - síðast fór ég 1990 með slíku flugi til Portúgal. Í Palermo fluginu voru nokkarar misstórar grúppur - mín líklegast sú stærst með milli 50 og 60 manns. Allir að fara á sama stað í jafn langan tíma og einhverskonar partýstemning í fluvélinni. Vélin beið síðan í Palermo í 4 daga og áhöfn tjillaði og naut frísins. Enda var dáldið notalegt í gær þegar flugstjórinn ávarpaði áhöfnina - "elskulega áhöfn" vinsamlegast fáið ykkur sæti fyrir flugtak! Heimilislegt.
En heima er best og dætur mínar voru afar fallegar sofandi í gær og ekki síður þegar ég vakti þær í skólann í morgun. Sú yngri hafði greinilega ekki greitt hárið í hnakkanum í marga daga og mín beið skemmtilegur flóki.
Það besta við að fara að heiman er að koma heim

Tuesday, November 16, 2004

Kennaraverkfall

það fór ekkert smá í taugarnar á mér þegar einhver talsmaður Heimilis og skóla hélt því fram að lög á kennara væri sigur fyrir skólabörnin! Búllsjitt! Hver vill hafa barn í skóla þar sem faglegt starf er í hættu, hundóánægðir kennarar í gíslingu og kennarar neyddir til kennslu. Ég gekk með mínum dætrum í skólann í gær til að tjekka ástandið og gengum svo bara saman heim.
Þeir nemendur sem ég hef sammúð með eru 10. bekkingar sem eru að berjast við að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali.
Nú er talað eins og framtíð barna í fyrstu bekkjum grunnskóla sé í stór hættu af því þau missi úr skóla nokkrar vikur! Ég veit ekki betur en að mín kynslóð og fólk mér eldra hafi fengið mun styttri og minni skólagöngu en við - ég byrjaði ekki í skóla fyrr en 7 ára - þá var sumarfrí hátt í 4 mánuði og löng jóla og páskafrí - að ógleymdum mánaðarfríunum.
Ég er ekki að segja að ég sé alveg fullkomlega normal - hver er það - en kommm on!

Friday, November 12, 2004

Frábærir tónleikar

Ekki brást hún blessunin! Marianne Faithfull var stórkostleg á tónleikunum í gær. Hún var dálítið óörugg í lögunum af nýju plötunni, enda þetta fyrstu tónleikar hennar eftir að sú plata kom út, en hún rokkaði glæsilega í þeim gömlu góðu. Ég var svo heppin að sitja á 3ja bekk og fékk þetta beint í æð! Alveg æðislegt!

Wednesday, November 10, 2004

Lítið séð og talsvert

Lítið sá ég af háskólabænum Linköping í Svíþjóð - en námskeiðið sem ég var á var einkar fróðlegt og sannfærði mig enn frekar um mikilvægi þess að börn séu látin snúa baki í akstursstefnu eins lengi og auðið er. Það var rosalegt að sjá svona "crash teste"! Og talsverður munur á hvernig "dúkkan" sveiflaðist í þessum tveim árekstrum.
Meira sá ég af Kaupmannahöfn. Við mamma höfðum það rosalega gott, gengum heilmikið, spjölluðum meira þessa þrjá daga en við höfum gert í marga mánuðið, átum, drukkum, hlógum og óuðum og æjuðum yfir öllu fallega jólaskrautinu sem komið er í búðir. Svo fórum við á tónleika og hlustuðum á Mozart Requium og það er alltaf fallegt. Keypti ponsjó handa stelpunum og það var mikil lukka - eins var lukka með Nylon diskinn sem sú eldri fékk (sem nú stendur með sjónvarpsfjarstýringuna sem míkrafón og syngur með) og Quarassi diskinn handa þeirri yngri.Nú taka við annasamir tímar: kóræfing í kvöld - fyrsta hljómsveitaræfing með Arvo Part, Marianne Faithfull annað kvöld, sú eldri í æfingarbúðir frá föstudegi til laugardags og messusöngur hjá henni á sunnudagsmorgun, sú yngir að keppa í karate á sunnudeginum á Akranesi, kóræfing hjá mér á laugardag og svo tónleikar hjá okkur á sunnudag klukkan 17:00. Svo þarf maður náttúrulega að vinna og reyna að halda heimilinu í horfinu. Gulli enn með bullandi eyrabólgur og er nú komin á allskonar lyf þar til sýni kemur úr ræktun. Hann er nú með eitthvað tróð í eyranu sem þarf að vökva 5 sinnum á sólarhring! Oj bara! Hann hefur viku til að ná sér því það er Palermo 18. nóvember ......jibbý - 4 dagar í sælu og vonandi einhverri sól!

Tuesday, November 02, 2004

Myrkrið

Það var skrýtið að sjá svipinn á stelpunum í gærmorgun þegar þær voru að borða morgunmat svona rétt að verða átta - þær voru alveg gáttaðar á þessu myrkri, enda ekki farið á fætur fyrir klukkan 10:00 í næstum 6 vikur.....

Monday, November 01, 2004

Tvífarar

Hafiði tekið eftir tvíförunum í sjónvarpinu? Annars vegar er það tvífari Áslaugar Dóru Eyjólfsdóttur fyrirverandi útvarps og sjónvarpskonu. Sú sem líkist henni er í dönsku þáttunum Krónikan. Svo er það tvífari útvarps og tónlistarmannsins snjalla Freys Eyjólfssonar. Sá leikur kokkálaða kærastann/eiginmanninn í the L-word á Skjá einum.