Thursday, March 31, 2005

Páskaeggjaorgía

Frá því dætur mínar voru litlar þá hef ég tekið fyrir það að þær fái fleiri en eitt páskaegg. Sumir eru að fá frá ömmum og öfum úr öllum áttum en ég hef tekið þá stefnu að eitt páskaegg á barn sé nóg - ef einver vill gefa þeim egg þá er það fínt - en þá kaupum við foreldrarnir ekki. En nú kom vel á vondan! Það var búið að kaupa egg handa stelpunum þegar ég fékk eitt vænt héðan úr vinnunni. Síðan vann yngri stelpan 2 egg í einhverjum netleik hjá góu þannig að allt í einu voru komin 5 páskaegg á heimilið. Það skal tekið fram að þau voru öll étin - það síðasta á 2. dag páska. Já já og svo var ég búin að kaupa nammi til styrktar einhverju íþróttafélagi svo ekki vorum við nammilaus um þessa páska!

Sunday, March 27, 2005

Aftur í bústað

Búin að vera heims í sólarhring vegna vinnu maka míns og messusöngs hjá mér. Var mætt niðrí Dómkirkju klukkan 07:30 - alltaf jafn gaman á þessum morgni - útvarpsmessa klukkan 08:00 og önnur messa klukkan 11:00. Dýrindis hlaðborð hjá kórnum á milli - við toppum okkur á hverju ári því veitingarnar verða alltaf betri og betri. Ætlað síðan að hlusta á messuna á netinu - já já dáldið brjálæði eftir að vera búin að syngja í tveim, en þá kötta þeir á útsendinguna akkurat í miðri altarisgöngu klukkn 09:00. Dálítið illa planlagt þetta-veit ekki hvor þetta var svona í útsendingu en alla vega þá átti næsti dagskrárliður að byrja klukkan 09:03. Ég á leið í bústað aftur og ætla að elda hreindýrakjöt í kvöld. Þetta er búið að vera dáldið mikil matarorgía þessir páskar og með tilheyradi rauðvíni og g og t fyrir matinn. En mér er ekki allri lokið.....

Tuesday, March 22, 2005

Tónlistarhús

Hvernig á blessað tónlistarhúsið að vera - á óperan að vera þar - eiga að vera tveir minni salir og einn stór - miklar vangaveltur þessa daganna. Eitt finnst mér þó ekki hafa komið fram og það er hvað við ætlum að gera þegar halda á "stórtónleika". Í gagnrýni les maður gjarnan að það hefði nú verið allt annað að heyra í viðkomandi í nýja tónlistarhúsinu og hvað það verði nú gaman þegar stórstjörnurnar kom og haldi tónleika í nýja tónlistarhúsinu. En hverngi dettur fólki í hug að söngvarar eins og Placido Domingo syngi einhverntímann í okkar nýja tónlistarhúsi? Það hús verður einfaldlega of lítið fyrir slíka tónleika. Er ekki verið að tala um 1500 - 2000 manna sal?
Ja þá þyrfti hver miði líklegast að kosta svona á bilinu 70 - 100 þúsund og ekki held ég að almennir borgarar eigi eftir að borga sig inn fyrir slíka peninga. Nei - stórtónleika verða eðli sínu samkvæmt alltaf að halda í húsum sem rúma mörg þúsund manns - annars verður miðaverðið svo óskaplega hátt. Þannig að við megum búast við að sækja "stórtónleika" Laugardalshöll og Egilshöll um ókomna tíð. Leiðinlegt....

Saturday, March 19, 2005

Afmæli pabba míns

Í dag hefði hann pabbi minn orðið 88 ára gamall.Hann hét Þorsteinn Hannesson og fæddist á Siglufirði 1917 og dó 3 febrúar 1999. Hann sigldi til Englands í stríðinu og lærði söng og starfaði m.a. við Konunglega leikhúsið Covent Garden og víðar í Evrópu. Hann kynntist mömmu árið 1953 og þau giftu sig ári seinna. Mamma vann þá í sendiráði Íslands í London. Hún var seinni kona hans. Þau komu heim í nóvember 1954 og átti mamma á von á sínu fyrsta barni. Pabbi söng þá í jólasýningu Þjóðleikhússins- ég held að það hafi verið Töfraflautan og var pabbi í hlutverki Taminos. Pabbi hætti að syngja mikið til opinberlega í kringum 1960 og fór til starfa sem innkaupastjóri hjá ÁTVR. Hann var þó kennari í söng við Tónlstarskólann í Reykjavík.Hann gerðist aðstoðartónlistarstjóri Ríkisútvarpsins í kringum 1968 eða 1969 og tónlistarstjóri 1974. Hann var frekar heilsulítill og hætti sem tónlistarstjóri 1981 og tók til starfa við safn útvarpsins og tók að sér að koma skikki á 78sn plötusafnið. Við það starfaði hann langt fram yfir sjötíuára aldurinn og naut þess.Sérstaklega fannst honum gaman þegar flutt var í Efstaleitið því hann hafði verið hálfgerður einyrki á Suðurlandsbrautinni með safnið. Honum fannst rosalega gaman að kynnast öllu þessu unga fólki sem starfaði þar og eignaðist marga góða vini úr þeirra hóp. Hann var ungur í anda og húmoristi góður. Hin síðustu starfsár gekk hann undir nafninu "Steini mónó" hjá unga fólkinu í Efstaleiti. Pabbi hvatti okkur börnin sín - hann eignaðist 3 með mömmu, en hafði eignast son um tvítugt - til tónlistarnáms. Ég og eldri bróðir minn fórum bæði í tónmenntakennaradeild tónlistarskólanns en sá yngsti gerðist kennari en hefur afskaplega fallega bassarödd og syngur að sjálfsögðu með systur sinni í Dómkórnum.
Pabbi var ekki þessi nútíma pabbi -hann var 41 árs þegar ég fæddist og aldrei man ég eftir að hann léki við okkur, en hann talaði við okkur um bókmenntir, tónlist og önnur andans efni. Ég fann vin í pabba.
Í dag hefst miðasala á Robert Plant tónleikanna - hvað kemur það pabba við? Jú ég fór með honum á Led Zeppelin tónleikana árið 1970 þá tólf ára gömul. Hann var þá aðstoðartónlistarstjóri útvarpsins og til stóð að senda tónleikana út beint, en á síðustu stundu fékkst ekki leyfi til þess. Við settumst því hjá áhorfendum og það helsta sem ég man eftir tónleikunum er að fyrir aftan okkur sat hljómsveitin Trúbort- og þau töluðu við pabba! Ég man sérstakelga eftir Rúnari Júl í afganpels og ótal hálsmen.
Nú er ég 47 og ætla ekki á Robert Plant tónleikana - en ég ætla að leiðinu hans pabba í dag.

Friday, March 18, 2005

Hver passar okkur?

Sólin skein inn um fallega kirkjugluggana - skuggi yfir fjölskyldu sem má sjá á eftir eiginkonu, móður, dóttur, systur, tengdadóttur. Kirkjan þéttsetin fólki sem syrgir, sem yljar sér við minningar um einstaklega leiftrandi bros, hlýju, gleði, hlátur og tónlist.

Tuesday, March 15, 2005

Múslimadætur

Þegar ég horfði á dætur mínar í morgun datt mér í hug að ég væri að senda tvær múslima stúlkur í skólann. Þær eiga báðar svona einhverskonar teygju strokka sem þær nota á margvíslegan hátt um höfðu og háls. Þær huldu gjörsamlega hár sitt í morgun með þessu.....ætli þær fengju að fara í skóla í Frakklandi með þetta um höfuðið?

Monday, March 14, 2005

Frekar lásí helgi

Svonar eru þær sumar - ég var á leið úr vinnu á föstudagseftirmiðdaginn og kom við í ríkinu í Holtagörðum. Þegar ég síðan geng að bíl mínum stíg ég í misfellu með þeim afleiðingum að fóturinn böglaðist og ég sneri mig á ökla. Ekki í fyrsta sinn og líklega ekki í það síðasta. Ég hef verið svona síðan ég var unglingur og oft hef ég tognað mjög illa. Það komu þarna nokkrir og sinntu mér þar sem ég lá í öllu mínu veldi ósjálfbjarga - sem betur fer tókst að bjarga veigunum. Ég komst í bílinn og gat keyrt heim því fóturinn dofnaði. Beint inn í rúm og þar hef ég semsagt legið frá föstudagseftirmiðdegi og þangað til ég fór í vinnu í morgun. Ég veit af biturri reynslu að þetta er það eina sem dugir - hvíla fótinn og taka ibufen. Stóri minn á vakt alla helgina en dæturnar duglegar að stjana við mömmu sína og hafa ofanaf fyrir sér sjálfar. Ég er öll að koma til og þetta verður orðið gott í vikulokin. En það er af veigunum að segja að sem betur fer tókst mér að drekka mitt fösudagsrauðvín yfir ædolinu. Ég var ánægð með úrsltin....Eitt verð ég að segja að ég hef sjaldan komið eins úthvíld til vinnu á mánudagsmorgni og núna því það var ósköp gott að dorma og lesa og glápa á spólur.......

Monday, March 07, 2005

STAUPASTEINN!STAUPASTEINN!STAUPASTEINN!

"Making your way in the world to day takes everything you've got,,,,,,,"
Þeir eru byrjaðir að endursýna Cheers á Skjá einum - fyrsta þættinum var að ljúka og þetta eru hreint frábærir þættir. Ted Danson, Shelly Long, Rea Perlman, og síðar Kellsey Grammar og Woody Harelson - ég held að þeir hljóti að vera að nálgast þrítugsaldurinn þessi þættir en æðislegir. Sá fyrsti var núna klukkan 17:00 en í dagskrár vikunnar sé ég að þeir eru auglýstir klukkan 18:00 virka daga - kannski einhver vitleysa. Svo eru þeir endursýndir í dagskrárlok einhverntíman eftir miðnætti. Fyrir þá sem ekki hafa séð þessa þætti mæli ég eindregið með að kíkja.."Sometimes you want to go, where everybody knows your name, and they are always glad you came. You wanna be where you can see the troubles are all the same, you wanna be where everybody knows your name...."

Saturday, March 05, 2005

Helgin

Við mæðgur fórum í langþráða ferð í Smáralindina í gær til að horfa á undanúrslitin í Idolin. Góði frændinn útvegði okkur 3 frímiða við mikin fögnuð dætranna. Þetta var gaman og úrslitin sanngjörn. Öll pródúsjón og framkvæmd þessarar keppni virðist vera til mikillar fyrirmyndar. Sem gamall pródúsent get ég ekki annað en dáðst að hversu vel þessar beinu útsendingar ganga, það virðist einhvernveginn allt ganga upp og engin engar feil klippingar þratt fyrir krana og steady cam og annað sem gerir hlutina erfiðari. Húrra fyrir þeim.
Á meðan við vorum á Idolinu var minn maður að undirbúa útsendingu frá fyrstu tímatöku í Formúlu 1, sendi hana út síðla nætur (eða snemma morguns) og kom seint (eða snemma) heim. Hann er u.þ.b.að vakna, allavega þegar ég talaði við hann áðan þá var hann viss um að hann vildi góðan flöskubjór í kvöld en ekkert þunnt dósalap - ég læt það að sjálfsögðu eftir honum! Annars ætla ég að elda spænskan kjúklingarétt sem ég fékk eitt sinn í íþróttadeilarboði og þarf að fara að drífa mig út í búð því að bringurnar þurfa að marinerast. Svo er spurning hvort ég skelli í eina góða skyrtertu og geri fjölskylduna fullkomlega hamingjusama. Á morgun er ég búin að melda okkur í vöflur til mömmu og spurning hvort við hjónin fáum síðan að skreppa í bíó og sjá myndi eftir erkitöffarann Clint Eastwood. Ég er búin að horfa á Dirty Harry ótal sinnum (fékk hana í heimamund með manni mínum) og sá gamli er frábær. Ég fell fyrir gráhærðum horuðum mönum, Willi Nelson og Clint Eastwood og svoleiðist týpum.....já ég ætla að spila Willy Nelson í kvöld og meira country t.d. Trio með Emmu,Dolly og Lindu. Og hver veit nema ég taki eitt lag í sing starinu með dætrum mínum.....svo getur vel verið að ég hlusti dálið á barnakór Kársness, alveg örugglega Nick Cave, kannski smá Marianne Faithfull og eitthvað fleira sem er hér til taks.
Helgar eru svo sannarlega góðar.......

Tuesday, March 01, 2005

Kór og aftur kór

Dómkórinn er að æfa Þýska sálumessu Brahms og loks fæ ég að syngja í þessu stórkostlega verki. Marteinn ætlar að stækka kórinn - við erum svona um 50 en hann vill a.m.k. hafa 60 manns þannig að nú er lag fyrir þá sem langar að æfa með okkur! Það eru reyndar margir sem eru búnir að biðja um að fá að koma í kórinn til frambúðar en kirkjan bara rúmar ekki fleiri söngvara. Ekki er enn búið að ákveða hvar Brahms verður fluttur. Ég held að þetta verði aðallega æft á okkar fasta æfingartíma í hádeginu á laugardögum svona fram á vorið og svo tekið upp í haust og flutt á tónlistardögum. Þetta verður reyndar ekki með hljómsveit heldur með fjórhentu píanói sem Brahms skrifaði sjálfur. Enda mundi Marteinn aldrei æfa þetta í þessu formi ef þetta væri umskrifað af einhverjum öðrum en Bramma litla. Ég á eina útgáfu af messunni - þetta er tónleikaupptaka frá 1940 með Concertgebouw í Amsterdam og nú ætla ég að kaupa mér einhverja nýja upptöku - með hverju mæla tónlistarmennirnir? Á tónlistardögum ætlum við líka að frumflytja verk eftir Harald (Halla?) sem að ég held að hafi útskrifast frá Svíþjóð í vor. Við erum líka að æfa voða flotta Ave Mariu eftur hann. Svo æfum við Missa cum populo eftir Peter Eben - sú messa verðu líka flutt í haust. Svo erum við að æfa fyrir upptöku á Bob Chilcott sem við frumfluttum sl. haust. Og haldið þið ekki að ég sé að syngja eftir 30 ár fallegu ungversku þjóðlögin sem Sayber útsetti! Nú finnst mér ég vera virkilega gömul þegar ég rifja upp að það eru 30 ár í haust síðan ég byrjaði í skólakórnum í Hamrahlíðinni.En ég man enþá talsvert af þessum lögum - og þau eru ótrúlega falleg. Mattihas Sayber var prófessor Fjölnis Stefánssonar í London þegar Fjölnir lærði þar.
Svo var ég að heyra um kóra karíókí - nú er hægt að fá t.d. Brahms á tveim geisladiskum saman á öðrum þeirra er þín rödd, í mínu tilviki altröddin, mest áberandi en á hinum eru hinar raddirnar en ekki þín og svo getur maður sungið sína rödd með.Mér finnst þetta algjört brill og ef einhver veit hvernig maður nálgast svona útgáfur þá þætti mér vænt um að fá upplýsingar um það. Jæja - þá er að koma dætrunum í rúmið, horfa á tíufréttir og svo einhvern breskan þátt og svo sofna fallega á koddanum eins og vanalega - enda hringir klukkan klukkan 05:50.....geri aðrir betur..Bona notte...