Wednesday, December 29, 2004
Við fórum þrjár kynslóðir á I takt við tímann og allir skemmtu sér konunglega. Lögin í myndinni eru sérlega skemmtileg og ekki eru textarnir síðri. Eggert Þorleifsson var óborganlegur. Ég mæli með myndinni!
Sunday, December 26, 2004
Annar dagur jóla
Óskp er maður nú latur í dag. Boðið í gær gekk alveg glimrandi vel. Stelpurnar fjórar sem eru á aldrinum 9-11 voru frábærar og skemmtu sér vel í sing starinu - og það sama má segja um okkur konurnar. Maturinn var fínn - gerði reyndar allt of mikinn jafning, hann verður borðaður með restum í kvöld. Hér var haldið til til klukkan 02:00 og koníakið og kaffið ásamt kökunni gekk vel í fólk. Hér var mikið hlegið og fólk náði að tengja þó svo að flestir gestanna hefðu ekki hitt hina áður. En svona á þetta að vera - fullt af fólki, hlátur,matur, vín og kossar og faðmlög í eldhúsdyrunum.Nú skal haldið til frænkunnar í Þingholtsstrætinu í svona létt síðdegisboð. Við bíðum bara eftir þeirri eldri sem er að syngja í messu í Langholtskirkju með Graduale Futuri...
Saturday, December 25, 2004
Jóladagur
Ágætis dagur - vaknaði reyndar með hálsbólgu og gat ekki sungið í messu klukkan 14:00 það þótti mér miður.Það voru víst rosaleg afföll á öltum, en slapp fyrir horn sagði bróðir minn. Vegna veðurs var messufall á Akureyri en þaðan átti að vera útvarpsmessa dagsins. Þá var gripið til þessa ráðs að útvarpa úr Dómkirkjunni - alveg óundirbúið. Það mæðir mikið á dómorganistanum á svona dögum.
Play station hélt innreið sína á heimilið í gær - þetta er geggjað tæki! Svo voru gjafirnar náttúrlega dáldið tengdar tækinu þannig að stelpurnar eru búnar að vera í sing star og eye toy í dag. Þetta virðist vera rosalega skemmtilegt, en þvílík tækni.... Gestirnir koma eftir um klukkustund og þá bjóðum við uppá freiðivín í fordrykk. Svo er það hangikjötið - búin að búa til jafning í tveim pottum. Ég nota alltaf aspas í jafninginn og það er mjög gott. Svo kakan í eftirmat, best að fara að þeyta rjómann.....
Play station hélt innreið sína á heimilið í gær - þetta er geggjað tæki! Svo voru gjafirnar náttúrlega dáldið tengdar tækinu þannig að stelpurnar eru búnar að vera í sing star og eye toy í dag. Þetta virðist vera rosalega skemmtilegt, en þvílík tækni.... Gestirnir koma eftir um klukkustund og þá bjóðum við uppá freiðivín í fordrykk. Svo er það hangikjötið - búin að búa til jafning í tveim pottum. Ég nota alltaf aspas í jafninginn og það er mjög gott. Svo kakan í eftirmat, best að fara að þeyta rjómann.....
Thursday, December 23, 2004
Þorláksmessa
Ótrúlega kalt úti - heima hjá mér sváfu allir undir hlýjum sængum þegar ég fór út úr húsi rétt uppúr 06:30. Allt er að smella saman - enn á þó eftir að versla eitthvað í matinn, en það verður ekki mikið mál. Ég ætla að byrja að sjóða rauðkálið í dag - fékk nokkra fína hausa í Bónus í gær. Ég geri alveg eins og mamma - rauðkál, smjör og edik og svo bara smakka ég til og finnst gott að sjóða það smá saman - slökkva undir á milli og kveikja svo aftur og aftur undir því og láta malla.
Ég hef haft reglulega gaman af að stússast fyrir þessi jól en eitt er einhvernvegin óþolandi og það er að þurfa að hafa kvöldmat. Það hefur því afar lítið farið fyrir matseld hjá mér undanfarna daga og frekar verið snarlað eitthvað - svo skilst mér að það sé óralöng bið eftir pizzum þegar pantað er. Þetta verður stuttur vinnudagur hjá mér í dag - svo bara gaman, gaman, gaman.
Við hjónin ræddum um að ekki væri mikið eftir en ég minnti á að þetta og hitt yrði þó að gerast - og fékk það svar frá mínum að hann myndi hjálpa mér að láta það gerast......er maður heilaþvegin eða ekki....
Ég hef haft reglulega gaman af að stússast fyrir þessi jól en eitt er einhvernvegin óþolandi og það er að þurfa að hafa kvöldmat. Það hefur því afar lítið farið fyrir matseld hjá mér undanfarna daga og frekar verið snarlað eitthvað - svo skilst mér að það sé óralöng bið eftir pizzum þegar pantað er. Þetta verður stuttur vinnudagur hjá mér í dag - svo bara gaman, gaman, gaman.
Við hjónin ræddum um að ekki væri mikið eftir en ég minnti á að þetta og hitt yrði þó að gerast - og fékk það svar frá mínum að hann myndi hjálpa mér að láta það gerast......er maður heilaþvegin eða ekki....
Alltaf sama sagan
Þetta er sagan af dúknum stóra. Ég hef oftast látið strauja stóran dúk sem ég nota á jólaborðið. Oft hef ég verið sein með hann í strauingu en alltaf hefur þetta reddast. Í fyrra þurftir Gulli að fara tvisvar í Fönn á aðfangadagsmorgun en fékk svo dúkinn alveg um hádegið. Nú fór sko dúkurinn út í bíl fyrir u.þ.b. tveim vikum og í gær tók ég hann aftur inn úr bílnum - óstraujaðan.
En engar áhyggjur - það er hvort eð er enginn að spekúlera í hvort dúkurinn sé eins vel straujaður í ár og undanfarið.......Fyrir nokkrum árum hefði mér þótt þetta óhugsandi og hefði verið verulega pirruð á þessum seinagangi í mér. Svona þorskast maður og lærir.
En engar áhyggjur - það er hvort eð er enginn að spekúlera í hvort dúkurinn sé eins vel straujaður í ár og undanfarið.......Fyrir nokkrum árum hefði mér þótt þetta óhugsandi og hefði verið verulega pirruð á þessum seinagangi í mér. Svona þorskast maður og lærir.
Mótmælandinn
Klukkan 06:38 í 9 stiga frosti stóð Mótmælandi Íslands á horni Holtavegar og Langholtsvegar með skilti sem á stóð "Hver skapaði sýkla" Þvílík elja hjá einum manni!
Wednesday, December 22, 2004
Stúss
Í ofninum er tvöföld uppskrift af franskri súkkulaðiköku - ekki grennist maður þessi jól! Nú ætla ég að strauja af rúmunum svo allt sé tilbúið fyrir aðfangadag því auðvitað fer nýstraujað á allt þann dag - guð gefi að hægt verði að viðra. Svo er kóræfing í kvöld, þá æfum við svörin hans Sr. Bjarna Þorsteinssonar sem sungin eru yfir hátíðirnar og rennum yfir þessa dásamlegu klassísku jólasálma. Svörin hans Sr. Bjarna eiga sér sérstakan sess í hjarta mínu. Pabbi minn var fæddur u á Siglufirði og alin upp tónlistarlega hjá Sr. Bjarna. Pabbi minn var fæddur 1917 og dreymdi um að verða söngvari og sá draumur rættist,ekki síst fyrir hvatningu Sr. Bjarna. Og síðan ég var lítil stelpa og við hlustuðum á messuna úr Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld og síðar þegar ég fór að syngja þar sjálf þá gengu jólin virkilega í garð þegar fyrsta tónið heyrist hjá prestinum því þá sagði pabbi alltaf - og alltaf eins og í fyrsta sinn: "Finnst ykkur ekki ótrúlegt að ég heyrði Sr. Bjarna sjálfan tóna þessi hátíðarsvör" Þá komu jólinn......
87.7
Bara að benda ykkur á að það er útvarpsstöð sem gott er að fara á í þessu jóllagafári og það er klassíska stöðin 87.7 - gott að hlusta á í bílnum......
Tuesday, December 21, 2004
Loksins
Loksins - komið þráðlaust internet hér heima og nú sit ég við skreytt jólatréð og blogga. Ætla í smáralindina að ná í verðlaun sem við fengu úr kók kippu,kaupa í franska súkkulaðiköku sem ég ætla að hafa í eftirmat á jóladag.Þá verða hér 12 manns í mat, mágur minn, náfrænkan mín, æskuvinkona mín og hennar dóttir og svo vinafólk okkar með sín tvö börn - hér verða semsagt 4 stelpur á aldrinum 9 - 11 ára - það verður stuð. Meira seinna......
Monday, December 20, 2004
Heltekin af stressi
Þegar ég var að reyna að vera rosalega húsmóðir í vesturbænum með börnin kornung þá var jú gaman að undirbúa jólin en dj..gat ég verið stressuð. Ég man sérstaklega eftir jólunum 1995. Þá bjuggum við á Fálkagötunni kjarnafjölsyldan og stelpurnar voru á fjögurra mánuða og hin átti fjóra mánuði í 3ja ára aldurinn. Á aðfagnadagskvöld var ég með tengdafólkið og foreldra mína í mat og að sjálfsögðu voru rjúpur. Ég var rosalega stressuð yfir rjúpunum og allt átti að vera perfekt. Á aðfangadag var að sjálfsögðu jólabað fyrir stelpurnar, skipt á öllum rúmum, farið í kirkjugarðinn , heimsótt veik frænka Gulla á spítala, keyrðir út pakkar, og eldaðar rjúpur og allt sem við átti að við að eta. Gulli minn var eitthvað slappur og með hita en hélt sér gangandi með hitastillandi. Svo fór ég að syngja í messu klukkan 18:00 og heima beið fjölskyldan. Allt gekk ljómandi vel - ég með barnið meira og minna á brjósti yfir matnum - eitthvað var hún óróleg. Einu sinni þurfti ég þó að henda henni í fagnið á föðrubróður sínum þar sem kviknaði í jólaskreytingu. Mikið fjör yfir pökkum og örþreytt fjölskylda sem lagðist til hvílu. Snemma næsta morgun er Gulli komin með yfir 40 stiga hita og gat ekki talað og leið alveg hroðalega. Ég fékk lækni af læknavaktinni og hún sagði þetta slæma streptokokka. Ég sá líka vorkunnar svipinn á henni - tvö smábörn og fárveikur maður. Ég varð síðan að ræsa bróður minn út til að ná í meðöl í apótekið því ekki gat ég skilið börnin eftir heima hjá manninum sem gat enga björg sér veitt.
All þetta er nú í minningarbankanum. Ég er sjúklega afslöppuð fyrir þessi jól - nýt þess að ganga laugarveginn, söng á tónleikum í gær, búin að pakka inn slatta af gjöfum og dúllast með stelpunum mínum.....jólin koma....
All þetta er nú í minningarbankanum. Ég er sjúklega afslöppuð fyrir þessi jól - nýt þess að ganga laugarveginn, söng á tónleikum í gær, búin að pakka inn slatta af gjöfum og dúllast með stelpunum mínum.....jólin koma....
Getur dúkka farið á hausinn?
Þessi spurning dúkkaði upp á mínu heimili um helgina. Það sem dæturnar voru að velta fyrir sér er hvort einhver keypti þessa nýju hroðalega ljótu Birgittu dúkku eða hvort dúkkan færi á hausinn ef engin keypti. Ég næ þessu ekki - mér hefur alltaf fundist fyrirmyndin hún Birgitta falleg og hlýleg stúlka, en þessi dúkka er eins og skrípamynd! Á maður að trúa því að þetta sé mest selda leikfangið þar sem okkur á víst að finnast skemmtilegast að versla?
Thursday, December 16, 2004
Hljóðfæraval
Bryndís 9 ára byrjaði að læra á saxafón í Tónskóla Sigursveins í haust - alsæl með sitt val. Á þriðjudag voru jólatónleikar þar sem fram komu þeir sem eru í yngir deild skólans og eru að læra á gítar og saxafón. Þarna komu fram nítján börn og yngri unglingar og þá brá svo við að af þessum 19 lék ein stelpa, frænka hildigunnarr.blogspot.com, á gítar og svo mín á saxinn.
Þær voru þarna í góðum félagsskap gelgjulegra unglingspilta, en ég spyr læra allar stelpur á fiðlu eða píanó? Mín er víst sú eina í skólanum á sax, en einhverjar stelpur eru í eldri deildinni á gítar.
Þær voru þarna í góðum félagsskap gelgjulegra unglingspilta, en ég spyr læra allar stelpur á fiðlu eða píanó? Mín er víst sú eina í skólanum á sax, en einhverjar stelpur eru í eldri deildinni á gítar.
Mikið að gera!
Á föstudag leit laugardagurinn svona út: Ég á kóræfingu milli 11:00 og 13:00, Bryndís á æfingu í Sigurjónssafni klukkan 11:30, Anna Kristín að syngja hjá Sjálfsbjörgu klukkan 13:45, Bryndís í afmæli klukkan 15:00, Bryndís að spila á tónleikum i safninu klukkan 16:00!!! Þetta er náttúrulega bilun - en þetta fór allt vel - kórstjórinn minn lasin og engin æfing og afmælið frestaðist til sunnudags. En mér tókst að komast í bústað klukkan 19:00 á laugardagskvöld, þar fór lamb í ofn, rauðvín í glas og fjölskylda í heitan pott - dásamlegt afslappelsi!
Monday, December 13, 2004
Ein voða vitlaus....
Já já - ég er með litað hár óvenju ljóst hjá mér þessa daganna. Ég var að horfa á auglýsinguna frá símanum um daginn þar sem þrír englar svífa um á rólum. Ég hugsaði með mér að þetta væru dálítið óvenjulegar konur sem kæmu þarna fram - ekki beint eftir stöðlum. Maðurinn minn og dætur þurfti að segja mér að þetta væru Sveppi og félagar.....Er ég voða vitlaus eða hvað.....
Thursday, December 02, 2004
.......ekkert
Ætli það birti ekkert í dag - svartamyrkur og klukkan 10:30. Það var gott að fara á kóræfingu í gær - gaman að syngja um rósina fögru og aldinið sem er nýútsprungið. Líklegast búin að syngja þessi lög mörg hundruð sinnum en alltaf jafn fallegt....
Wednesday, December 01, 2004
Jól jól jól
Jæja - nú er hún komin - jóladepurðin - svo skammast ég mín alltaf fyrir að líða svona, sérstaklega þegar dætur mínar með blik í augum og tilhlökkun í kroppnum tala um allar væntingar sínar varðandi jólin og ég bara lýg að ég hlakki líka til og sé líka spennt og það verði rosalega gaman í desember að undirbúa jólin.