Tíu fingur
Í gær var svo minn gamli píanókennari Halldór Haraldsson aðalið í þættinum. Og svakalega spilaði maðurinn! Hann á eftir eitt ár í sjötugt og spilalaði fanta vel og allt utan bókar. Geri aðrir betur.....
Your walk is: Zombie-like ![]() Take'>http://www.quizgalaxy.com/quiz.php?id=78">Take this quiz at Wednesday, October 11, 2006Umheimurinn
Nú til dags er lítið mál að hafa samband við föðurlandið þó svo fólk sé í útlöndum. GSM-símar, sms, mns, mbl,ruv,skype,blogg o.s.frv. Og ég hef heyrt á máli fólks að jafnvel þó svo ungmenni fari sem skiptinemar eða til náms erlendis þá lengist bara naflastrengurinn.
Mér datt þetta svona í hug þegar ég sá myndir af leiðtogafundi Regans og Gorbsjovs í gær. Ég hef tvisvar búið í útlöndum - fyrra skiptið 1976 þegar ég var 18 ára þá var ég í Noregi í þrjá og hálfan mánuð. Á þeim tíma þá hringdi ég einu sinni heim og það var afþví að mamma varð 50 ára. Pabbi hringdi svo einu sinni í mig því hann var staddur í Noregi. Þegar ég bjó í Íþöku frá 1985 - 1987 þá var hringt á milli heimsálfa kannski einu sinni í mánuði. Mamma sendi mér gjarnan moggann og var þá búin að klippa út fasteiganauglýsingarnar til að létta blaðið. Svo bárust þær fregnir að leiðtogafundurinn ætti að vera á Íslandi!!!! Við íslendingarir í Íþöku vorum alveg rosalega spennt og söfnuðumst saman á heimili Hannesar og Soffíu kvöld eftir kvöld til að fylgjast með kvöldfréttum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það voru allir komnir í stellingar klukkan 18:00 og svo var svissað á milli stöðva því kvöldfréttir voru á sama tíma á ABC,CBS og NBC. Okkur þyrsti að sjá myndir að heiman og fögnuðum ógurlega þegar Steingrímur Hermannsson steig upp úr sundlauginni og talaði um álfa. Breyttir tímar......... Innlit/Útlit
Er ég forpokuð kelling farin að nálgast fimmtugt sem hef allt á hornum mér? Eða er þetta alveg allt í lagi. Ég sá hluta úr Innliti/Útliti í gær þar sem verið var að skoða eldhúsinnréttingar hjá BYKO. Og lagið sem var leikið undir heitir Biko og fjallar um Steve Biko sem var drepin í fangelsi í Suður-Afríku á aðskilnaðaratímanum. Mér finnst þetta heldur ósmekklegt......
Tuesday, October 10, 2006Saturday, October 07, 2006Bíó
Ég og sú eldri fórum að sjá Börn í dag og ég var mjög hrifin. Eins var ég rosalega hrifin af tónleikunum með Sinfó,Ragnheiði og Eivöru sem voru í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þetta var fínt undirspil með föstudags happy hour...
Söguskýring
"Sko - þegar Jón Sigurðsson fór til Kaupmannahafnar þá var hann trúlofaður frænku sinni sem okkur finnst ógeðslegt nú til dags. Hún beið eftir honum í tólf ár og mátti ekki tala við neina aðra menn og þegar pabbi hennar Ingibjargar dó þá varð Jón að koma til Íslands og giftast henni"
Friday, October 06, 2006Samræmd próf í 7. bekk
Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um samræmd próf í 7. bekk og hvernig lesblind börn eiga að taka þessi próf. Í mogganum í dag er viðtal við föður lesblinds drengs sem á að taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði í mánuðinum. Og svo hefur síðdegis útvarp rásar tvö einnig fjallað um þessi mál.
Þetta mál er allt það einkennilegasta. Það má ekki lesa fyrir börnin þann hluta sem reynir á lesskilning en svo má spyrja þau munnlega út úr texta sem þau eiga að vera búin að les. Þetta er náttúrulega þvílík þversögn því lesblint barn skilur ekki texta sem það þarf að lesa en getur skilið alveg ágætlega ef textinn er lesinn fyrir barnið. Svo er líka annað mjög einkennilegt og það er að við sem foreldrar ráðum engu um hvort barnið tekur þessi samræmdu próf eða ekki. Þetta gekk svo langt hjá mér í fyrra að við melduðum barnið lasið til að hún þyrfti ekki að taka þessi próf. Semsagt betra að vera óheiðarlegar heldur en að okkur sé trúað þegar við segjum að barn hafi ekkert að gera í þessi próf. Dóttir mín hafði ekki hugmynd að hún væri melduð veik enda hefði hún verið mjög mótfallin því að ljúga að skólayfirvöldum. Wednesday, October 04, 2006Bolir
Ég hef alltaf haft gaman af bolaskilgreiningu Björgvins Halldórs - öll erum við bolir.
Ég var t.d. hrikalegur bolur þegar ég fór niður í morgunmat á hótelinu s.l. laugardag í eiturgræna kvennahlaupsbolnum mínum. Eiga ekki 22000 aðrar íslenskar konur slíkan bol? En mesti bolur sem ég hef séð er kona sem var með okkur stallsystrum á namskeiðinu á Fjóni fyrir þrem vikum. Hún var fyrsta daginn í Dolce&Gabana buxum og bol, annan daginn í D&G bol - báðum hreint forljótum. Við vorum eitthvað að flissa yfir þessu brussurnar og í teitinu sem var seinna kvöldið kom enn einn bolurinn. Þegar hún síðan birtist í þeim fjórða á lokadegi þá máttum við Margrét ekki horfast í augu - þetta var brjálæðislega fyndið. Er svona flott að vera í bol sem segir "ég get keypt mér dýr föt. ég þarf ekki að hafa smekk og skoðun því að allir sjá að ég vel aðeins dýrar vörur" Og þetta að vera eins og gangandi auglýsing - það er svo barnalegt. Þetta minnir mig á unglinginn minn sem veit ekkert smartara en að vera í merkjavöru. Tuesday, October 03, 2006Rullur
Stelpurnar eru báðar komnar með hlutverk í nýrri mynd Ara Kristinssonar - lítil að vísu en samt spennandi. Bryndís er með nokkrar línur og verður a.m.k. 3 daga í tökum en Anna er statisti í hóp krakka og verður um 2 daga í tökum. Þetta er skemmtilegt....
Monday, October 02, 2006Spurning gærdagsins var...
....mamma geta leggöng verið þunglynd? Þær höfðu þá verið að horfa á gamlan þátt úr Sex and the City og þar var talað um þetta (örugglega Samantha)
Home sweet home
Danmerkur ferðin var fín - ansi mikill sprettur - en námskeiðið var mjög fínt og þetta er eins og vítamínsprauta. Hóteli við Austurstræti var flott - hafði pantað mér eins manns herbergi en fékk þriggjamanna herbergi upp í risi. Tókst að hitta kontrabassaleikarann frænda minn og við fengum okkur öl á tveim krám á föstudagskvöldið. Fór ekki einu sinni á Strikið í þessari ferð en gerð magninnkaup á nærfötum á dæturnar í H&M í Hilleröð.
Ekki sá ég neina fræga í Köben eins og www.thordis.blogspot.com sá í Svíþjóð en ég rakst á einn gaman kennara úr gaggó. Hann er nú pokaprestur í uppsveitum Borgarfjarðar. Ég veit ekki hvort hann er eins illgjarn og andsyggilegur og hann var fyrir rúmlega 30 árum en hann er allavega alveg eins spjátrúnslegur í klæðaburði. |